Skimun í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu

Ljósmynd/Lögreglan

Unnið er að því að setja af stað skimun í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu að nýju til þess að reyna að henda reiður á uppruna þeirra smita sem komið hafa upp í samfélaginu undanfarna daga, sem og á umfangi smita í samfélaginu.

Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Átakið verður kynnt frekar þegar búið verður að teikna það upp.

Þá hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu þegar greikkað aðgang almennings, sem finnur fyrir vægum einkennum kórónuveirusmits, að sýnatöku. Þá tekur Læknavaktin þátt í sýnatökum um verslunarmannahelgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert