Fluttur á slysadeild eftir árekstur

Einn var fluttur á slysadeild efir aftanákeyrslu á mótum Höfðabakka og Bæjarháls á ellefta tímanum í morgun að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Slökkviliðið var síðan kallað út vegna elds í bílastæðahúsi í Breiðholti en útkallið síðan afturkallað þar sem þetta voru iðnaðarmenn að störfum – ekki eldsvoði.

Alls hefur sjúkraflutningafólk farið í 52 flutninga frá því klukkan sjö í morgun og af þeim eru fimm tengdir COVID-19. Það þarf hins vegar ekki að þýða að viðkomandi séu alltaf með kórónuveiruna heldur er grunur um að svo sé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert