Teknir með kókaín og lyf í Eyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum.
Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók tvo menn í gær grunaða um fíkniefnasölu. Annar þeirra gisti fangaklefa í nótt en hinum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Á þeim sem var vistaður í fangageymslu fannst talsvert magn af hvítu efni sem er talið kókaín auk mikils magns af lyfseðilsskyldu lyfi. Hinn var eins og áður sagði látinn laus eftir skýrslutöku en á honum fundust einnig lyfseðilsskyld lyf. Þá fannst talsvert magn af peningum á báðum mönnunum. 
Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Töluverð ölvun var í bænum og mikið um gleðskap í heimahúsum og görðum sem lögregla þurfti að hafa afskipti af.
Að öðru leyti fór skemmtanahald helgarinnar vel fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert