Áfram hætta á grjóthruni eða skriðum

Vegurinn um Þvottaskriður.
Vegurinn um Þvottaskriður. Ljósmynd/Vegagerðin

Talsvert hefur rignt suðaustantil á landinu og á sunnanveðru hálendinu. Dregið hefur verulega úr úrkomu en áfram getur verðið hætta á grjóthruni eða skriðum og einnig er há vatnsstaða í flestum ám á Suður- og Suðausturlandi.

Spáð er talsverðu afrennsli áfram fram á kvöldið. Ferðamenn eru hvattir til að sýna sérstaka aðgát við óbrúaðar ár, í sérílagi á sunnanverðu hálendinu, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Loka þurfti þjóðvegi 1 um Þvottárskriðum, á Suðausturlandi milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs, fyrr í dag vegna aurskriðu. 

mbl.is