Dagur sendi samúðarkveðjur til Beirút

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi í dag samúðarkveðjur til Beirút, höfuðborgar Líbanons, vegna sprenginganna sem urðu þar í gær. 

Í bréfinu sínu til borgarstjórans Jamal Itani vottar Dagur íbúum borgarinnar djúpa samúð vegna harmleiksins.

„Almenningur í Reykjavík sýnir íbúum Beirút samstöðu á þessum erfiðu tímum. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og allra þeirra sem tengjast því sem gerðist,“ skrifaði Dagur.

Frá Beirút eftir sprengingarnar sem þar urðu í gær.
Frá Beirút eftir sprengingarnar sem þar urðu í gær. AFP
mbl.is