20 mánaða dómur fyrir brot gegn þremur drengjum

Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá í janúar og játaði brot …
Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá í janúar og játaði brot sín að hluta við þingfestingu í maí síðastliðnum mbl.is/Ómar Óskarsson

Bandaríkjamaður sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum hlaut nýverið 20 mánaða dóm í Hérðasdómi Reykjaness. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við mbl.is. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá í janúar og játaði brot sín að hluta við þingfestingu í maí síðastliðnum.

Dómurinn hefur enn ekki verið birtur en maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni.

mbl.is