17 ný innanlandssmit – ekki fleiri í fjóra mánuði

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

17 kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands síðasta sól­ar­hring, 13 hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og fjögur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. Fjögur smit greindust við landamærin en mótefnamælingar er beðið hjá einum.

Þetta kemur fram á covid.is. Jafn mörg smit hafa ekki greinst á einum degi hér á landi síðan 9. apríl en þá greindust 27 smit.

759 sýni voru tek­in hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans, 318 hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og 1.924 á landa­mær­un­um.

109 eru í ein­angr­un með virk smit og 914 eru í sótt­kví. Eng­inn er á sjúkra­húsi.

 

mbl.is