Kvaðst hafa fundið kannabis sem var um alla íbúð

Lögreglan á Suðurnesjum fann kannabisefni og -fræ í íbúðarhúsnæði í gær. Mikill kannabisþefur kom frá íbúðinni og vísaði húsráðandi lögreglumönnum á efni á skrifborði. 

Við eftirgrennslan fundust einnig kannabisefni og -fræ víðar í húsnæðinu. Tekin var vettvangsskýrsla af húráðanda sem játaði að eiga efnin og kvaðst hafa fundið þau, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá var ungur ökumaður handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur. Málið var tilkynnt til barnaverndarnefndar að loknum sýnatökum.

mbl.is