Bjóða upp á gleðigöng

Þeir sem eru á ferð um Norðurland geta kíkt í …
Þeir sem eru á ferð um Norðurland geta kíkt í gleðigöngin. Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng

Í dag hefði gleðiganga hinsegin daga átt að fara fram í miðbæ Reykjavíkur með tilheyrandi fögnuði. Göngunni var hins vegar aflýst vegna kórónuveirufaraldursins sem og flestum öðrum viðburðum í tengslum við hinsegin daga. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hafa hins vegar ekki dáið alveg ráðalaus og hafa margir fundið ýmiss konar leiðir til að fagna fjölbreytileikanum.

Eitt þeirra fyrirtækja er Vaðlaheiðargöng, en á facebooksíðu sinni í kvöld kynntu þau gleðigöngin, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þá vakti athygli að á upplýsingafundi almannavarna í dag var regnbogafánanum flaggað og fyrr í vikunni kynnti Strætó vagn sem var tileinkaður transfólki.

mbl.is