Mikilvægasta tækið kemur í nóvember

Sýni rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýni rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. mbl.is/Árni Sæberg

Sýkla- og veirufræðideild Landspítala þarf að bíða í nokkra mánuði til viðbótar eftir nauðsynlegu greiningartæki. Slíkt tæki kostar rétt um 100 milljónir króna og getur greint fjögur þúsund sýni á dag.

Þetta segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Von er á tækinu í byrjun nóvember, en það mun auka afkastagetu deildarinnar svo um munar.

„Þetta er einangrunar- og greiningartæki, sem er gríðarlega afkastamikið. Það er mikil eftirspurn eftir svona tækjum og við erum sögð vera heppin að fá tækið á þessum tíma. Þetta er aðaltækið sem við erum að bíða eftir,“ segir Karl í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Hann bætir við að farið hafi verið af stað með pöntun í apríl. „Við vorum sett í röðina og formleg pöntun var því ekki gerð strax. Auðvitað hefði verið best ef við hefðum verið með umframgetu frá upphafi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina