Alma fjarverandi á 100. upplýsingafundinum

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar klukkan 14 í dag, en upplýsingafundurinn er sá 100. síðan kórónuveirufaraldurinn hófst.

Þar munu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang faraldursins hér á landi.

Gestur fundarins verður Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.

mbl.is