Einn um tvítugt á sjúkrahúsi

Ljósmynd/Lögreglan

Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar, þar af einn á gjörgæslu. Einn var lagður inn á Landspítala vegna kórónuveirusmits í gær, en hann er um tvítugt.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna í gær greindust í skimun Íslenskrar erfðagreiningar í gær og sýni raðgreining að um sé að ræða sömu veiru og hefur verið fjallað um.

114 smit eru virk í öllum landshlutum.

mbl.is