Fluttur með sjúkraflugi eftir vinnuslys

Maður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir vinnuslys við …
Maður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir vinnuslys við Bíldudalshöfn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinnuslys varð um borð í bát við Bíldudalshöfn á föstudag. Starfsmaður fékk kaðal með miklu afli í síðuna og féll við höggið. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum var maðurinn með meðvitund en fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðhlynningar. 

Þá barst lögreglu tilkynning á laugardag um að menn væru að skjóta fugla á Óshlíð. Mennirnir viðurkenndu að hafa skotið úr skotvopnum en sögðust þó ekki hafa verið að skjóta á fugla. Meðferð skotvopna er bönnuð á svæðinu, sem er útivistarsvæði almennings. Var mönnunum bent á að setja sig í samband við skotíþróttafélag Ísafjarðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert