Hitastiginu misskipt milli landshluta

Kort/Veðurstofa Íslands

Sunnanátt víða 5-10 m/s í dag og rigning sunnan og vestan til á landinu og hiti 10 til 15 stig. Annað upp á teningnum um norðaustanvert landið, þurrt og bjart á þeim slóðum og hiti 16 til 23 stig yfir daginn að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Lægir og styttir upp í kvöld og nótt. Fremur hæg suðvestanátt á morgun og þurrt en annað kvöld gengur í sunnan 10-15 m/s og fer einnig að rigna við vesturströndina. Kólnar heldur, hiti 10 til 18 stig á morgun, hlýjast á Suðausturlandi.

Sunnan 8-13 m/s en heldur hægari suðaustanlands. Víða rigning, einkum um vestanvert landið, og hiti 10 til 15 stig. Þurrt og bjart norðaustan til og hiti 16 til 23 stig að deginum. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld.

Veðurhorfur næstu daga

Á miðvikudag:
Vestan 5-10 m/s og bjart með köflum. Suðvestan 10-15 m/s og rigning vestan til um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, svalast með norðvesturströndinni en hlýjast á Suðausturlandi.

Á fimmtudag:
Suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-lands. Talsverð rigning á vestanverðu landinu og hiti á bilinu 10 til 15 stig, en bjartviðri austanlands með hita að 22 stigum.

Á föstudag og laugardag:
Suðvestan 5-13 m/s og rigning með köflum. Hiti 10 til 15 stig. Lengst af léttskýjað norðaustan til á landinu og hiti 16 til 22 stig yfir daginn.

Á sunnudag:
Fremur hæg suðlæg átt, að mestu skýjað og þurrt, en dálítil væta um sunnanvert landið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á mánudag:
Austlæg átt og léttskýjað, en skýjað og þurrt austan til á landinu. Hiti víða 13 til 18 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert