Fjögur ný innanlandssmit

Fjögur kórónuveirusmit greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær en ekkert hjá Íslenskri erfðagreiningu eða við landamærin. Alls eru 115 í einangrun, einn á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu. 

Talsvert fækkar í sóttkví á milli daga en nú eru 766 í sóttkví. 

667 sýni voru tekin hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, 523 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 2.115 við landamærin.

Fimm þeirra smita sem greindust við landamærin í fyrradag eru virk en eitt var gamalt, samkvæmt covid.is.

mbl.is