Grímuklædd lét sig hverfa eftir klippingu

Konan var með andlitsgrímu í klippingu eins og vera ber …
Konan var með andlitsgrímu í klippingu eins og vera ber þessa dagana. Af þeim sökum er hún óþekkjanleg. Mynd úr safni. AFP

Viðskiptavinur hárgreiðslustofunnar Unique hár og spa yfirgaf klippingu og litun án þess að greiða krónu fyrir. Umrædd kona gekk inn með grímu, fékk sína þjónustu og sagðist ætla að fara út í bíl til að ná í veski og lét sig svo hverfa.

Greint er frá málinu í Facebook-færslu hágreiðslustofunnar.

Sæl öll, vorum að lenda í einkennilegu atriði, hér bókar tíma nýr kúnni, labbar inn með grímu, fær klippingu og strípur og klárar meðferðina sína hjá okkur, stekkur svo út í bíl til að „sækja kortið sitt" og við höfum ekki séð hana síðan. Þessi kona er ekki til á fésbókinni og símanúmerið hennar er að sjálfsögðu ekki til....“ segir í Facebook-færslunni.

Stofan er að fara yfir eftirlitsmyndavélar til að sjá hvort það sjáist í andlit konunnar en telja það ólíklegt vegna þess að hún tók grímuna ekki niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina