Handteknir en áttu að vera í sóttkví

mbl.is/Kristinn Magnússon

Um hádegi í dag voru tveir handteknir í austurborg Reykjavíkur en þeir eru grunaðir um fjársvik. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu áttu hinir handteknu að vera í sóttkví.

Er þetta eitt af fimmtíu málum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti frá klukkan 11 í morgun til 17 síðdegis.

mbl.is