Yfir 20 stig á Austurlandi um helgina

Hitaspáin í dag. Eins og sjá má á kortinu þá …
Hitaspáin í dag. Eins og sjá má á kortinu þá eru hlýindi um landið norðaustan- og austanvert. Kort/Veðurstofa Íslands

Hiti náði 18 stigum á Daltanga á Austurlandi klukkan 10 í morgun, en búast má við áframhaldandi hlýju á svæðinu; allt upp í 22 stig á Austfjörðum. Þetta segir Marcel de Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Smávegis væta verður vestanlands og á höfuðborgarsvæðinu í nótt og fram eftir degi á morgun. Hiti um 14 stig. Milt veður næstu daga í höfuðborginni.

Marcel segir að rólegt veður verði næstu daga, skýjað sunnan og vestanlands. Úrkomulítið fram á miðvikudag, en á þá eru merki um að gæti byrjað að rigna á ný.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert