Óbreytt staða en styttist í gos

Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011 og þar áður árið …
Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011 og þar áður árið 2004 og því telur jarðeðlisfræðingur veðurstofu að tími sé kominn á eldstöðina. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Jarðeðlisfræðingur Veðurstofu Íslands segir stöðuna óbreytta í Grímsvötnum frá því áður en mælingar sýndu fram á að hlaup væri að hefjast. Kom enda á daginn að ekkert hlaup væri hafið og voru mælingarnar ónákvæmar eins og  Morgunblaðið gerði góð skil á.

Veðurstofan fylgist engu að síður grannt með stöðu mála við Grímsvötn en líklegt þykir að gjósi á næstunni. Grímsvötn er virkasta eldstöð landsins og gýs þar á um 5 til 10 ára fresti. Síðast gaus árið 2011 og þar áður árið 2004 og því telur jarðeðlisfræðingur veðurstofu að tími sé kominn á eldstöðina. Með engu móti má þó spá um hvenær gos verði að sögn veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert