Ekki fleiri umsóknir um vernd í 3 ár

Hælisleitendur mótmæla.
Hælisleitendur mótmæla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umsóknir um alþjóðlega vernd í júlímánuði voru alls 106 talsins og hafa ekki verið fleiri í einum mánuði síðan í ágúst 2017, þegar 154 umsóknir bárust.

Rétt um 90 manns sóttu um vernd í janúar og febrúar, áður en ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi, en í mars voru þær 58, fimm í apríl, fjórar í maí og 19 í júní síðastliðnum.

„Ágúst hefur ekki farið jafnhratt af stað og júlí, svo það verður erfitt að sjá hvernig þróunin verður,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar.

Þó sé ljóst að sóttvarnareglur sem settar voru 27. mars hafi haft þau áhrif að framboð á flugi til landsins hrundi með þeim afleiðingum að færri hælisleitendur sóttu um vernd.

Í júlímánuði bárust flestar verndarumsóknir frá Írökum (37), næstflestar frá Sýrlendingum (26) og þar á eftir frá Nígeríumönnum (9), að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert