Fjöldi í farsóttarhúsum fimmfaldast

Ljósmynd af hótelinu af Booking.com

Fimmfalt fleiri hafa farið í gegnum farsóttarhúsin á Rauðarárstíg og á Akureyri í yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins miðað við fyrri bylgju. Um 250 hafa nú dvalið bæði í einangrun og í sóttkví í farsóttarhúsum það sem af er seinni bylgju en aðeins um 50 manns dvöldu þar í fyrstu bylgjunni. Aðsókn í farsóttarhúsið er enn að aukast. Þetta segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, í samtali við Morgunblaðið.

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður Farsóttarhúss.
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður Farsóttarhúss. mbl.is/Ásdís

„Það hefur verið mun meira að gera í seinni bylgjunni en í þeirri fyrri. Nú koma hingað erlendir ferðamenn sem greinast jákvæðir á landamærum og svo eitthvað af Íslendingum sem ekki geta verið heima hjá sér í sóttkví og einangrun. Svo tökum við alla hælisleitendur sem koma hingað til lands í sóttkví. Þetta er aðskilið í Reykjavík, sóttkví í öðru húsinu og einangrun í hinu, en á Akureyri er þetta blandað. Eins og staðan er núna þá eru 18 í sóttkví og 18 í einangrun í Reykjavík og einn í einangrun á Akureyri.“

Vísa fólki ekki frá

Gylfi segir ekki koma til greina að vísa fólki frá ef of mikið er að gera. Það verði einfaldlega að þjónusta þá sem leiti til farsóttarhúsanna. Starfsmenn Rauða krossins skipta með sér vöktum og vinna myrkranna á milli við að þjónusta gesti farsóttarhúsanna. „Við erum fá og það er lítið sofið. Það voru hérna 55 í einu þegar mest lét og þá var auðvitað gríðarlegt álag. Við fjölgum auðvitað bara starfsólki ef þörf krefur. Það kemur bara ekkert annað til greina.“ Gylfi segir jafnframt að þrátt fyrir gríðarlega fjölgun gesta í húsinu séu sjálfboðaliðarnir færri. „Við erum átta starfsmenn hérna núna og erum með fjóra sjálfboðaliða en þeir voru 40 í fyrri bylgjunni. Sjálfboðaliðum hefur því fækkað tífalt á sama tíma og fjöldi gesta fimmfaldaðist.“

mbl.is/Sigurður Ragnarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »