Fundað vegna kæranna

Starfsmenn funduðu í gær vegna kæra sem borist hafa á …
Starfsmenn funduðu í gær vegna kæra sem borist hafa á hendur ellefu starfsmanna miðilsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmenn Ríkisútvarpsins funduðu í gær vegna kæru Samherja til siðanefndar RÚV, í tilefni meintra brota þeirra gegn siðareglum RÚV. Beðið er úrskurðar siðanefndarinnar sem enn er óskipuð.

Í siðareglum RÚV segir að útvarpsstjóri skuli skipa formann siðanefndar og formaður skuli uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara, en starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins skipi einn nefndarmann og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands skipi einn nefndarmann.

Þurfa að uppfylla hæfisskilyrði

Siðanefnd RÚV var skipuð haustið 2016 til þriggja ára, í samræmi við siðareglur RÚV, en vegna end­ur­skoðunar siðareglna, sem staðið hefur yfir frá síðasta ári, hef­ur því ekki verið end­ur­skipað í nefnd­ina.

Segir í siðareglum að þegar fram komi kæra fyrir brot á siðareglum geti nefndin að auki, eftir eðli máls, kallað til sérfróðan aðila til ráðgjafar og upplýsingar en viðkomandi hefur ekki atkvæðisrétt. 

Samkvæmt siðareglunum mega nefndarmenn þó ekki fjalla um kæru ef þeir uppfylla ekki hæfisskilyrði 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert