Snjóaði til fjalla í nótt

Þessi mynd var tekin í morgun og sýnir hvernig umhorfs …
Þessi mynd var tekin í morgun og sýnir hvernig umhorfs var í Hrafnkelsdal. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Það snjóaði víða til fjalla á austanverðu landinu í gær að sögn Veðurstofu Íslands. Enn er einhver úrkoma á svæðinu og vindur á bilinu 10 til 15 stig.

Veðrið gengur fljótt niður í dag og er útlit fyrir hæglætisveður um helgina.

Hvergi mældist næturfrost í byggð í nótt og á að hlýna um helgina, sér í lagi á morgun, og er gert ráð fyrir sólskini víða um land. Búist er við smávægilegri rigningu um land allt á sunnudag.

mbl.is