Sömdu við borgina

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Hari

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamning á föstudag. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Kynningarfundur um efni nýs kjarasamnings verður haldinn í dag, mánudag, klukkan 16.30-18:00. 

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst á morgun, þriðjudag, kl. 12:00 og lýkur föstudaginn 11. september kl. 12:00. Á kjörskrá verða þeir hjúkrunarfræðingar sem voru á launaskrá Reykjavíkurborgar í ágúst 2020. 

Sjá nánar hér

mbl.is