Handtekin í Laugardal

Frá Laugardal. Konan er sögð hafa verið í annarlegu ástandi.
Frá Laugardal. Konan er sögð hafa verið í annarlegu ástandi. mbl.is/Golli

Lögregla handtók konu í Laugardalnum í dag vegna líkamsárásar og eignaspjalla. Var hún í annarlegu ástandi að sögn lögreglu, sem segir í tilkynningu að hún verði yfirheyrð þegar ástand hennar batni.

Lögregla skipti sér einnig af konu í Kópavogi vegna þjófnaðar, hótana og vopnalagabrots. Segir lögreglan að málið hafi verið „afgreitt með skýrslutöku og henni í framhaldi sleppt“.

mbl.is