Auglýsa fyrrverandi vistheimili til leigu

Hér má sjá húsnæðið sem nú er auglýst til leigu.
Hér má sjá húsnæðið sem nú er auglýst til leigu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reyjavíkurborg hefur auglýst húsnæði sem hýst hefur vistheimili að Víðinesi til leigu. Heildarstærð hússins er 2042,1 fermetrar. Haldið hefur verið í upprunalegar innréttingar og herbergjaskipan.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.  

Eignin samanstendur af þremur samtengdum húsum sem eru öll til leigu. Innan þeirra eru  um 30 stór herbergi, ásamt þjónusturýmum og eldhúsi. Eitt húsið er á tveimur hæðum en hin eru á einni hæð. Borgin gerir ráð fyrir því að leigutími verði ótímabundinn með 12 mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti.   

Reykja­vík­ur­borg lagði um 120 millj­ón­ir kr. í end­ur­bæt­ur á hús­næðinu árið 2016.

Eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast útleigu og býður til skoðunarferðar um eignina miðvikudaginn 23. september, frá klukkan þrjú til fjögur síðdegis. 

mbl.is