Helmingur ekki bólusettur

Bólusetning vegna flensu.
Bólusetning vegna flensu. mbl.is/Hari

Tæpur helmingur 65 ára og eldri hér á landi eða 49,4% létu bólusetja sig gegn inflúensu á árinu 2018. Þetta er þó hærra hlutfall en í mörgum Evrópulöndum. Að jafnaði voru 41,4% eldri borgara í löndum ESB bólusettir við flensunni á sama ári skv. nýjum samanburði Eurostat, hagstofu ESB, á bólusetningum.

Bólusetningar eldri borgara við inflúensu eru mismunandi milli landa. Bretland er á toppnum en þar voru 72% 65 ára og eldri bólusett fyrir inflúensu. Í Svíþjóð var hlutfallið 52,2% og 38,2% í Noregi.

Spurður hvort þörf sé á að gera betur í bólusetningum hér á landi hvað eldri borgara varðar segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis í Morgunblaðinu í dag, að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hafi gefið út að þjóðir eigi að stefna að því að bólusetja að minnsta kosti 75% af einstaklingum eldri en 65 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »