Ákærður fyrir manndráp og íkveikju

Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.
Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákæra hefur verið gefin út á hendur manni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið brunanum á Bræðraborgarstíg í júní. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga og fyrir íkveikju samkvæmt 164. grein hegningarlaga. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við mbl.is.

Maðurinn hefur sömuleiðis verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hann hefur setið í varðhaldi síðan í júní. Lög hefðu ekki heimilað að halda manninum lengur í varðhaldi ef ákæra í málinu hefði ekki legið fyrir í dag.

Refsing við 211. grein almennra hegningarlaga er fangelsisvist allt að ævilangt og eigi skemur en fimm ár. Við þeirri 164. varðar refsingin fangelsisvist eigi skemur en 6 mánuði.

Þrír létust í brunanum, öll pólskir ríkisborgarar, og vakti málið mikla reiði meðal margra sem kröfðust úrbóta í málefnum erlends verkafólks hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert