Slökkviliðsstjóri fái sérstaka eftirlitsheimild

Hópi var gert að meta tillögur samráðsvettvangs um úrbætur á …
Hópi var gert að meta tillögur samráðsvettvangs um úrbætur á brunavörnum í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg, sem varð um sumarið 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérstök heimild slökkviliðsstjóra til eldvarnareftirlits í atvinnuhúsnæði er meðal þeirra tillagna sem eru lista starfshóps um breytingar á brunavarnalögum. Þetta kemur fram í mati þeirra á tillögum sem lagðar voru fram í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg um sumarið 2020.

Innviðarráðherra faldi starfshóp að skoða mögulegar lagabreytingar til þess að tryggja rétta skráningu fólks í húsnæði, auka öryggi íbúa og bæta upplýsingagjöf til viðbragðsaðila ef hætta er á eldsvoða, náttúruvá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu.

Hópurinn mat fjórar tillögur samráðsvettvangs um úrbætur á brunavörnum þar sem fólk hefur búsetu í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. Þar voru 13 tillögur en þær sem voru hvað mest skoðaðar af starfshóp voru tillögur númer 6, 9, 11 og 12.

Tillaga 6 kveður um takmarkanir á fjöldaskráningu lögheimilis. Í reglugerð yrði bætt við heimild um fjöldatakmörkun. Starfshópurinn hefur lagt til að bætt verði við heimild um fjöldatakmörkun í íbúðarhúsnæði og að Þjóðskrá verði heimilað að skipta sér að skráningu íbúa, liggi fullnægjandi gögn um búsetu fyrir.

Í tillögu 9 er sérstak fræðsluátak vegna eldri timburhúsa lagt til þar sem viðkomandi aðilar yrðu fræddir um brunavarnir í timburhúsum (t.d. eigendur, hönnuðir, iðnmeistarar, byggingarstjórar). Þar leggur starfshópurinn til tvískipts átaks. Annars vegar yrði gerð handbók um brunavarnir fyrir fagaðila og yrði önnur handbók gerð á samfélagsmiðlum, ásamt myndefni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Tillaga 11 fjallar um lagabreytingar vegna óleyfisbúsetu og tímabundna aðsetursskráningu. Starfshópurinn telur að ef heimila skuli slíka aðsetursskráningu þurfi að bæta við heimild í lög um lögheimili. Þar að auki leggur hópurinn til breytingu á brunavarnalögum sem myndu veita slökkviliðsstjóra sérstaka heimild til eldvarnareftirlits í atvinnuhúsnæði þar sem fyrirhugað væri að skrá tímabundið aðsetur.

Tillaga 12 kveður um endurskoðanir á sektarheimildum og aðgangi eftirlitsaðila. Starfshópurinn telur í að þörf sé á breytingum á brunavarnalögum til að veita skýrari heimild til eftirlits.

Hægt er að senda inn umsagnir eða ábendingar til og með 28. apríl næstkomandi á samráðsgátt stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert