Mikið brim í Vesturbænum

Mikið brim á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur hefur þeytt þara og steinum upp á götu að því er sést á myndum sem bárust mbl.is.

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að vindinn fari að lægja þegar líður á kvöldið en á svæðinu mældust 17 metrar á sekúndu þegar mest lét.

Hátt sjávarfallið og vindurinn, sem telst allhvass, gerðu það að verkum að mikill öldugangur var úti á Granda í kvöld eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði.

Mikill öldugangur er á Eiðsgranda.
Mikill öldugangur er á Eiðsgranda. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is