Bæta brimvarnir í Vesturbænum

Haugabrim gerði á laugardagskvöldið, samfara miklum vindi og hárri sjávarstöðu. …
Haugabrim gerði á laugardagskvöldið, samfara miklum vindi og hárri sjávarstöðu. Ráðist verður í endurgerð sjóvarnargarðsins á næstunni. Ljósmynd/Regína Ástvaldsdóttir

Á næstunni verður ráðist í endurgerð sjóvarnargarðs á Eiðsgranda í Reykjavík, frá dælustöð í Eiðsvík á móts við Boðagranda að hringtorg-inu fyrir framan JL-húsið. Við vissar veðuraðstæður og háa sjávarstöðu hefur sjór gengið yfir garðinn með tilheyrandi tjóni og röskun á umferð.

Reykvíkingar voru sannarlega minntir á nauðsyn aukinna sjóvarna við Eiðsgranda þegar haugabrim gerði á laugardagskvöldið, samfara vindi og hárri sjávarstöðu. Grjóti og þara rigndi yfir nærliggjandi gras-bala og göngu- og hjólastíga. Starfs-menn hverfisstöðvarinnar á Fiski-slóð voru mættir til hreinsunarstarfa snemma í gærmorgun. Tjón var ekki umtalsvert. Það helst að túnþökur sem lagðar voru við nýjan hjólastíg flettust upp og eyðilögðust. Þarf að endurleggja allt torfið.

Á meðan á framkvæmdunum við brimvarnargarðinn stendur verður gangandi og hjólandi vegfarendum beint framhjá framkvæmdasvæðinu og mögulega þarf að takmarka bíla-umferð á nærliggjandi götu. Til-kynnt verður um það fyrirkomulag síðar.

Tilboð í verkið voru opnuð sl. mánudag. Alls bárust þrjú tilboð. Lægst bauð Suðurverk hf., tæplega 144,8 milljónir. Var það 72,8% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 178,9 milljónir. JG vélar buðu 176 milljónir og Grafa og grjót ehf. rúm-ar 329 milljónir. Nú er verið að fara yfir tilboðin. Verklok eru áætluð 31. desember 2020.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert