Hallarekstur er óumflýjanlegur

Á heilbrigðisstofnunum úti á landi er vel þjálfað starfsfólk, góður …
Á heilbrigðisstofnunum úti á landi er vel þjálfað starfsfólk, góður tækjabúnaður og geta til að sinna verkefnum, segir Gylfi Ólafsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Sterkar kröfur samfélags og yfirvalda um öfluga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð ráða því að hallarekstur í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á þessu ári er óumflýjanlegur. Veltan í ár er um 2,7 milljarðar króna og þar af eru framlög ríkisins 2,3 milljarðar.

Sértekjur eru áætlaðar um 400 milljónir króna en umfang starfseminnar og kostnaður sem því fylgir valda því að árið verður væntanlega gert upp í halla upp á annað hundrað milljónir króna. Þá eru ekki með í breytunni útgjöld vegna Covid-faraldursins sem verður bættur síðar og sérstaklega.

Þunginn í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða er á Ísafirði. Þar eru 15 rúm á sjúkradeild, fæðingarþjónusta, skurðstofa, heilsugæsla og þjónusta sérfræðilækna, sem koma reglulega að sunnan. Á sjúkrahúsinu á Patreksfirði eru tvö sjúkrarúm og öll almenn læknisþjónusta veitt. Á Ísafirði, Patreksfirði, í Bolungarvík og á Þingeyri eru svo rekin hjúkrunarheimili fyrir tæplega 60 íbúa. Alls eru um 170 stöðugildi við stofnunina, og um 70% þeirra eru á Ísafirði.

„Kórónuveiran hefur verið mikil áskorun,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar, í Morgunblaðinu í dag. „Við þurftum að bregðast hratt við þegar kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla. Í febrúar og mars hófum við að undirbúa það sem verða vildi og svo kom aldan um mánaðamótin mars-apríl.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »