Íslendingur á Kanaríeyjum á gjörgæslu með veiruna

Frá Kanaríeyjum.
Frá Kanaríeyjum. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslendingur er á gjörgæslu á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is.

Heimildir mbl.is herma að viðkomandi einstaklingur sé á sjúkrahúsi á eyjunni Las Palmas, sem tilheyrir Kanaríeyjaklasanum.

Fyrr í dag var greint frá því á fréttavefnum Trölla.is að tveir Íslendingar væru þar á gjörgæslu eftir að hafa smitast af veirunni.

Nýjustu heimildir mbl.is herma hins vegar að líklegra sé að aðeins einn sé á gjörgæslu vegna veirunnar.

mbl.is