Einkahlutafélögum fjölgaði um 31%

mbl.is/Arnþór

Nýskráningar einkahlutafélaga í ágúst 2020 voru 205 og fjölgaði um 31% frá ágúst 2019. Engar upplýsingar eru þó um fjölda gjaldþrota í mánuðinum.  Þettta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. 

Víða var réttarhlé fyrir dómstólum í ágúst og engar tilkynningar birtust um gjaldþrotabeiðnir í mánuðinum. Gera má þó ráð fyrir því að talsvert hafi verið um gjaldþrotabeiðnir enda fjöldi fyrirtækja mátt þola mikið tekjutap undanfarin misseri. 

Umræddar tölur eru þó mikið fagnarefni í ljósi ástandsins, en ljóst er að mikill fjöldi fyrirtækja rær nú lífróður. Hefur heimsfaraldur kórónuveiru sett stórt strik í reikninginn í rekstri fyrirtækja, en fjölmörg hafa tapað stórum hluta rekstrartekna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert