Allt virðist mögulegt í Eyjum

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Hari

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að allt virðist vera mögulegt í Vestmannaeyjum þegar hann horfir til ævintýrisins í kringum mjaldrana þar í bæ.

Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni í tilefni þess að mjaldrarnir, þær Litla-Grá og Litla-Hvít, fengu að synda í fyrsta sinn í sjónum í Klettsvík.

Bjarni segir að Elliði Vignisson, þáverandi bæjarstjóri í Eyjum, hafi nefnt við hann fyrir nokkrum árum að rætt hefði verið um að flytja mjaldra til landsins, gera laug á landi og setja upp aðstöðu fyrir þá í Klettsvík.

„Heldur þótti mér þetta langsótt allt saman, en vissi svo sem innst inni, að ef Eyjamenn kæmu að málinu væri aldrei að vita nema af þessu yrði,“ skrifar Bjarni.

„Þetta rifjast upp þegar maður sér þessa frétt í dag, en ég hef áður séð mjaldrana í lauginni góðu. Það virðist allt mögulegt í Eyjum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert