Kví mjaldurssystra er komin til Eyja

Kvíin dregin af tveimur bátum inn til hafnar í Eyjum …
Kvíin dregin af tveimur bátum inn til hafnar í Eyjum á föstudag. Fyrirhöfnin var talsverð og vanda þurfti vel til allra verka. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Lóðsbátur kom föstudagsmorgun inn til Vestmannaeyja með stóra kví sem ætluð er fyrir mjaldurssysturnar Litlu-Hvít og Litlu-Grá. Kvíin var sett saman í Þorlákshöfn, en dregin þaðan til hafnar í Eyjum. Aðeins var hægt að sigla austur á bóginn á 2,5 mílna hraða og miðaði ferð því hægt en örugglega, enda var gott í sjó.

Kvínni var komið fyrir til bráðabirgða undir Heimakletti.

Mjaldrarnir tveir, sem komu til Íslands vorið 2019 með flugi frá Japan, eru nú í innanhússkeri á sýningu See life trust í Eyjum. Þær eiga í fyllingu tímans að fara í kvína, sem verður komið fyrir í Klettsvík. Áður hafa systurnar verið um skemmri tíma í umönnunarlaug í víkinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »