Ríkisstjórnin mætt á Bessastaði

Ríkisstjórn Íslands mætti til fundar við Guðna Th. Jóhannesson forseta …
Ríkisstjórn Íslands mætti til fundar við Guðna Th. Jóhannesson forseta á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. mbl.is/Arnþór

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mættu rétt fyrir klukkan þrjú í dag á ríkisráðsfund á Bessastöðum, en þar funda þau með forseta Íslands. Er um reglulegan fund ráðsins að ræða, en þingsetning fer fram á fimmtudaginn og mun forsætisráðherra þá flytja stefnuræðu sína auk þess sem umræður fara fram um stefnuræðuna um kvöldið.

Fjárlagafrumvarpið verður svo kynnt í kjölfarið og fyrri umræða um fjármálaáætlun mun fara fram í næstu viku.

Ljósmyndarar og annað fjölmiðlafólk var beðið að bera grímur þegar ráðherrar mættu á Bessastaði, en ekki var óskað þess að annað starfsfólk sem og ráðamenn gerðu það.

mbl.is