Taka annað farsóttarhús í notkun

Annað húsnæði, einnig í eigu Foss Hótel, hefur verið tekið …
Annað húsnæði, einnig í eigu Foss Hótel, hefur verið tekið á leigu vegna fjölda þeirra sem nýta sér úrræðið. Ljósmynd af hótelinu af Booking.com

Alls dvelja nú 60 manns í farsóttarhúsum við Rauðarárstíg, 46 í hinu upprunalega farsóttarhúsi og fjórtán í húsi sem stendur við hliðina en bæði húsin eru í eigu Fosshótela. Aldrei hafa fleiri dvalið í farsóttarhúsunum en nú.

„Að stórum hluta er þetta yngra fólk núna, sem á erfiðara um vik að vera heima hjá sér, býr í foreldrahúsum eða með öðrum,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna. 

Báðar einangrunarhæðirnar í farsóttarhúsinu sem fyrst var tekið í notkun eru að fyllast að sögn Gylfa en á þriðju hæðinni er fólk í sóttkví. Eru nú 37 í einangrun í sóttkví í farsóttarhúsunum, flestir Íslendingar. 

„Hópsmit geta haft mikil áhrif og hlutirnir eru fljótir að breytast í báðar áttir. Þetta er púsluspil og við þurfum svolítið að sníða okkur stakk eftir vexti,“ segir Gylfi að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert