Kökuveisla á 90 ára afmæli Grundar

Slegið var til kaffiveislu á Grund í gær. Við þetta …
Slegið var til kaffiveislu á Grund í gær. Við þetta borð, frá vinstri, sátu Svanhildur Gestsdóttir, Einar Guðmundsson, Sigrún Þorleifsdóttir og Ólöf Sigríður Sigurðardóttir sem öll fæddust árið 1930, á vígsluári Grundar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haldið var upp á það á Grund í gær að 90 ár voru frá því að hjúkrunarheimilið við Hringbraut 50 var vígt. Af því tilefni var boðið til kökuveislu á hverri deild fyrir heimilisfólk og starfsmenn, sem gerðu sér glaðan dag.

Það var sumarið 1927 sem bæjarstjórn Reykjavíkur úthlutaði heimilinu lóð milli Hringbrautar og Brávallagötu og vinna við bygginguna hófst strax. Húsið var nefnt Grund, eins og gamla heimilið hét sem var við Kaplaskjólsveg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grund. Fjöldi heimilismanna á þessum tíma var 56 en árið 1934 voru þeir orðnir 115. Á þessum tíma bjó einnig starfsfólk á heimilinu, og hluti hússins var í útleigu. Til marks um hvað húsið þótti glæsilegt eru orð gamallar konu sem gekk um það og sagði: „En hvar eigum við að vera?“ Hún varð alveg orðlaus þegar henni var sagt að hún mætti kjósa sér herbergi þar sem hún stóð. Mörgum þótti húsið óþarflega fínt og of mikið borið í það. Í húsinu voru þá 125 herbergi, segir á vef Grundar.

Veglegar afmælistertur voru í boði á hverri deild á Grund …
Veglegar afmælistertur voru í boði á hverri deild á Grund í gær, þegar 90 ára afmæli heimilisins við Hringbraut var fagnað. mbl.is/Kristinn Magnússon
Frá vígslu hjúkrunarheimilisins Grundar við Hringbraut 28. september 1930. Fjölmenni …
Frá vígslu hjúkrunarheimilisins Grundar við Hringbraut 28. september 1930. Fjölmenni samankomið eins og sjá má, enda stór áfangi í sögu heimilisins og öldrunarþjónustu á Íslandi. Ljósmynd/Grund
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka