Kynferðisbrotadeild vinnur heima vegna smits

Ævar Pálmi Pálma­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá kynferðisbrotadeild. Hann var yfirmaður smitrakningarteymis …
Ævar Pálmi Pálma­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá kynferðisbrotadeild. Hann var yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna í vor. Ljósmynd/Júlíus Sigurjónsson

Starfsmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur greinst með kórónuveiruna. Aðrir starfsmenn munu vinna heiman frá sér út þessa viku vegna þessa. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Vísir greindi fyrst frá.

Ævar segir að starfsmenn deildarinnar séu ekki í sóttkví enda hafi enginn þeirra verið metinn útsettur fyrir smiti. Til að gæta fyllstu varúðar hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að senda alla starfsmennina, sem eru tólf talsins, í heimavinnu enda starfsemin viðkvæm.

Þau verkefni sem þola enga bið eru þó unnin áfram unnin á hefðbundin hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert