Gott ár hjá erninum og 51 ungi á legg

Haförn. Varp arnanna gekk vel í ár og vel er …
Haförn. Varp arnanna gekk vel í ár og vel er fylgst með ferðum ungra fugla. mbl.is/Bogi Þór Arason

Arnavarp gekk vel í ár og aðeins einu sinni hafa fleiri ungar komist upp síðan farið var að fylgjast náið með haferninum 1959, samkvæmt upplýsingum Kristins Hauks Skarphéðinssonar dýravistfræðings.

Alls komst 51 ungi á legg úr tæplega 60 hreiðrum, en í íslenska stofninum eru um 85 pör. Í fyrra komust 56 ungar á legg og var um metár að ræða. Á sjöunda áratug síðustu aldar voru arnapörin aðeins talin vera ríflega 20. Aðalheimkynni arnarins á Íslandi eru við Breiðafjörð, en varpsvæðið nær frá Faxaflóa norður í Húnaflóa.

Senditæki senda nú reglulega upplýsingar um ferðir tólf ungra hafarna. Fyrstu leiðarritunum var komið á fugla í fyrra og gefa skráningar frá þessum sendum mikilsverðar upplýsingar um það skeið í lífi fuglanna, sem minnstar upplýsingar hafa verið um, að því er fram kemur í umfjöllun um afkomu arnarstofnsins í Morgunblaðiðu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert