Aðeins fjórir hafa smitast í skólunum

Skólastarf er talið öruggt.
Skólastarf er talið öruggt.

„Ég skil mjög vel að foreldrar, starfsfólk og nemendur séu uggandi. Það er skiljanlegt að fólk upplifi óöryggi og mörgum finnst sóttkví vera skelfileg tilhugsun. En svo framarlega sem því frábæra starfi sem unnið hefur verið í skólunum verður haldið áfram tel ég að við séum á réttri leið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Nú berast daglega fréttir af smitum meðal nemenda og starfsmanna í skólum. Fyrir vikið hafa margir þurft að sæta sóttkví í þessari nýjustu bylgju kórónuveirunnar. Helgi segir í samtali í Morgunblaðinu í dag, að þrátt fyrir þetta séu vísbendingar um að vel hafi tekist til við að halda veirunni utan skólastarfs.

„Þegar smit eru svona víða í samfélaginu hefur það áhrif inn í skóla- og frístundasamfélagið. Margir, bæði nemendur og starfsmenn, eru að smitast í sínu daglega lífi. Við höfum rýnt aðeins í stöðuna með stjórnendum. Við þjónustum um 22 þúsund börn, starfsmenn skóla- og frístundasviðs í Reykjavík eru í kringum 5.500 og það eru tilteknar vísbendingar um að það séu aðeins fjórir starfsmenn sem hafi smitast í starfi sínu. Smitin virðast koma í einka- og félagslífi fólks. Það er í raun miklu minna um smit í starfinu en margir kunna að halda,“ segir Helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert