Þrír úr Akurskóla með veiruna

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Tveir starfsmenn og einn nemandi úr Akurskóla í Reykjanesbæ hafa greinst með kórónuveirusmit. Um 150 nemendur í sjöunda til tíunda bekk ásamt starfsmönnum eru komnir í úrvinnslusóttkví.

Að sögn Sigurbjargar Róbertsdóttur, skólastjóra Akurskóla, greindust smitin um helgina. Verið er að vinna í málinu í samvinnu við smitrakningarteymið og líklegt er að einhverjir verði kallaðir til baka úr sóttkvínni.

Skólastarf hefur því riðlast mikið en um 350 nemendur eru í skólanum.

Þetta er í fyrsta sinn sem smit vegna Covid-19 kemur upp í skólanum. „Hugur okkar er hjá þeim sem eru smitaðir og við vonum að þeim farnist vel í þessari veiki. Við reynum að gera okkar besta í þessari stöðu,“ segir Sigurbjög. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert