Íslendingar á leið til Spánar í vandræðum

AFP

Íslendingar sem ferðast til Spánar þessa dagana með millilendingu í Bretlandi hafa verið að lenda í vandræðum við komuna til Spánar, þar sem aðgengi fólks þangað er takmarkað komi það ekki frá Schengen-ríkjum.

Af þessum sökum mælir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins með því að ferðalangar á leið til Spánar í gegnum Bretland hafi með sér útprentaðar upplýsingar um að ferðamönnum frá Schengen sé sannarlega heimilt að ferðast til Spánar, jafnvel þó að þeir komi í gegnum ríki utan Schengen.

Þá vekur ráðuneytið athygli á því að ferðamenn þurfi að fylla út sérstakt form áður en þeir leggja af stað til Spánar, og senda á undan sér.

Fjöldi Íslendinga á annað heimili á Spáni eða býr þar jafnvel alfarið, þó að samgöngur hafi verið með verra móti á tímum kórónuveirunnar. Þangað sem áður mátti fljúga eftir einföldustu leiðum þarf nú um mundir stundum að flækja með millilendingu hér og hvar í Evrópu, ef ekki líka með gistingu á milli flugferða.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert