Háskólinn fjólublár á degi málþroskaröskunar

Aðalbygging Háskóla Íslands var lýst upp með fjólubláum lit í …
Aðalbygging Háskóla Íslands var lýst upp með fjólubláum lit í dag í tilefni af alþjóðlegs dags málþroskaröskunar. Ljósmynd/Aðsend

Aðalbygging Háskóla Íslands var lýst upp með fjólubláum lit í dag í tilefni af alþjóðlegs dags málþroskaröskunar. Þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn alþjóðlega.

Málefli, hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskafrávik, stendur að alþjóðlegum degi málþorskaröskunar hér á landi í samvinnu við Félag talmeinafræðinga á Íslandi.

Málþroskaröskun DLD lýsir sér þannig að börn eða fullorðnir eiga í erfiðleikum með að skilja tungumálið og tjá sig. Þessir erfiðleikar skerða möguleika til að ná árangri í félagslegum samskiptum og menntun. Málþroskaröskun snertir um tvö börn að meðaltali í hverjum bekk og hefur áhrif á læsi, nám, vináttu og tilfinningalega líðan.

mbl.is