17 ára tekin á 148 kílómetra hraða

Sautján ára stúlka var stöðvuð á 148 kílómetra hraða á Miklubraut þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund í gærkvöldi.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu hafði stúlkan einungis verið með ökuréttindi í tólf daga en má vænta þess að missa ökuréttindi sín ásamt því að fá rúmlega 200.000 króna sekt.

Málið var tilkynnt foreldrum og barnavernd.

Fram kemur í dagbók lögreglu að alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan 17 í gær og fimm í morgun. 

mbl.is