Allir neikvæðir um borð!

Hrafn Sveinbjarnarson GK.
Hrafn Sveinbjarnarson GK. Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson

Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK klauf ölduna glæsilega á útleiðinni frá Grindavík í fyrradag. Í áhöfn skipsins eru 52 menn og skiptast þeir á um að vera um borð, 26 í hverjum túr sem tekur þrjár til fjórar vikur.

Eiríkur Dagbjartsson, útgerðarstjóri togara hjá Þorbirni hf. í Grindavík, sem gerir skipið út, sagði að áhöfnin hefði farið í kórónuveirupróf áður en lagt var úr höfn og sem betur fer allir reynst neikvæðir. Það er orðin regla að senda áhafnirnar í slíkar prufur.

Hrafn var við veiðar á Vestfjarðamiðum í gær ásamt fleiri togurum. Togararnir fara oft hringinn í kringum landið í túrunum, allt eftir veðri og aflabrögðum. Eiríkur sagði að þorskurinn væri þeirra mikilvægasta tegund en einnig veiða þeir annan bolfisk eins og ufsa, ýsu, karfa og djúpkarfa auk grálúðu og gulllax. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »