Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Borgarfirði

Slökkvilið Borgarbyggðar.
Slökkvilið Borgarbyggðar. Ljósmynd/Borgarbyggð

Eldur kviknaði í íbúðarhúsi sveitabæjar í uppsveitum Borgarfjarðar fyrr í kvöld. 

Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum voru sendir á vettvang eftir að tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan sex. 

Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir að slökkvistarfi sé að ljúka. Húsið hafi verið alelda en ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði. 

Slökkvilið Borgarbyggðar hefur starfsstöðvar á Bifröst, Borgarnesi, Hvanneyri, Laugargerði og Reykholti. Bærinn sem um ræðir er skammt frá Reykholti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert