Brýnt að tryggja aðgang að Bretlandi

Algjört ósætti hefur ríkt um sjávarútvegsmál í Brexit-samningunum.
Algjört ósætti hefur ríkt um sjávarútvegsmál í Brexit-samningunum. AFP

Fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtensteins við Breta munu halda áfram, jafnvel þótt ekki náist samkomulag á milli Bretlands og Evrópusambandsins fyrir næstu áramót.

Óviss staða er nú uppi í fríverslunarviðræðum Breta við Evrópusambandið, en fyrir helgi bárust þau skilaboð frá breskum stjórnvöldum að tilgangslaust væri að halda þeim áfram nema Evrópusambandið gæfi eftir sumar af helstu kröfum sínum.

Breski ráðherrann Michael Gove lét hins vegar í veðri vaka í gær að dyrunum hefði ekki verið lokað heldur hurðin einungis „felld að stöfum“ og munu aðalsamningamenn Breta og ESB ráðfæra sig í dag um framhald málsins í óformlegum viðræðum.

Vonar að reynt verði til þrautar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir í Morgunblaðinu í dag, að Íslendingar hafi frá upphafi verið meðvitaðir um að þessi staða gæti komið upp og hagað undirbúningi sínum í samræmi við það. „Engu að síður vona ég að Bretland og Evrópusambandið reyni til þrautar að ná samningi, það er ekki aðeins í þágu þeirra sjálfra heldur milliríkjaviðskipta almennt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert