Gunnar dæmdur í 13 ára fangelsi

Gunnar Jóhann í samtali við mbl.is í fangelsinu í september.
Gunnar Jóhann í samtali við mbl.is í fangelsinu í september. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Gunnar Jóhann Gunnarsson hlaut rétt í þessu 13 ára dóm fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson heitinn, til bana í Mehamn að morgni 27. apríl í fyrra. Var dómurinn kynntur Gunnari Jóhanni í fangelsinu en ekki í sérstöku þinghaldi af sóttvarnasjónarmiðum.

Uppfært klukkan 10:37:

Dóminn, sem mbl.is hefur undir höndum, rökstyðja Kåre Skognes og meðdómendur hans, Jon Børre Øyen og Irene Ballo, einróma með því að Gunnar hafi lagt á ráðin um atlöguna að hálfbróður sínum á heimili hans í Mehamn um morguninn og Gísli Þór hafi enga flóttaleið átt sér út úr íbúðinni. Er þetta metið Gunnari til refsiþyngingar.

Eins er hann sviptur ökuleyfi í fimm ár fyrir að aka bifreið Gísla undir verulegum áhrifum áfengis og amfetamíns og gildir sviptingin í Noregi eingöngu þar sem ökuskírteini Gunnars er íslenskt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert